Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. febrúar 2018 18:50
Ingólfur Stefánsson
Byrjunarlið Chelsea og WBA: Giroud og Sturridge byrja
Mynd: Chelsea
Chelsea og WBA mætast í lokaleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

WBA eru í mikilli fallbaráttu en liðið situr á botni deildarinnar 7 stigum frá öruggu sæti.

Chelsea hafa verið í miklu basli á árinu og hafa tapað síðustu tveimur leikjum gegn Bournemouth og Watford með markatölunni 7-1.

Stjórasæti Antonio Conte er orðið ansi heitt og eru margir á því að hann fái ekki mikið lengri tíma með liðið fari illa í kvöld.

Chelsea hefur unnið alla þrjá leiki sína gegn WBA síðan Antonio Conte tók við liðinu. Fari svo að WBA sigri verður Alan Pardew stjóri liðsins fyrsti þjálfari sögunnar til þess að vinna á Stamford Bridge með þremur mismunandi liðum.

Olivier Giroud er í byrjunarliði Chelsea í fyrsta skipti en Alvaro Morata er mættur á bekkinn eftir bakmeiðsli.

Daniel Sturridge byrjar hjá WBA gegn sínu gamla liði.

Byrjunarlið Chelsea: Courtois (M), Azpilicueta (F), Christensen, Rudiger, Moses, Kante, Fabregas, Zappacosta, Pedro, Giroud, Hazard.
Varamannabekkur: Caballero, Cahill, Ampadu, Emerson, Drinkwater, Willian, Morata.

Byrjunarlið WBA:Foster(M), Gibbs, Evans(F), Rondon, Phillips, Brunt, Sturridge, Barry, Krychowiak, Dawson, Hegazi.
Varamannabekkur:Myhill, Nyom, Yacob, McClean, Burke, Rodriguez, McAuley.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner