Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. febrúar 2018 08:20
Magnús Már Einarsson
Man Utd ætlar að vinna Man City í baráttunni um Isco
Powerade
Isco gæti verið á leið til Manchester í sumar.
Isco gæti verið á leið til Manchester í sumar.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er í styttri kantinum í dag enda félagaskipatglugginn lokaður.



Toby Alderweireld (28) varnarmaður Tottenham, fer ekki með liðinu til Ítalíu í leikinn gegn Juventus í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Framtíð Alderweireld hjá Tottenham er í óvissu. (Telegraph)

Fernando Llorente (32) framherji Tottenham segist sakna Juventus en hann spilaði þar áður en hann kom í ensku úrvalsdeildnia. (Mirror)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að sögusagnir um framtíð sína hafi ekki áhrif á leikmenn. (Sky Sports)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er staðráðinn í að hafa betur gegn Manchester City í baráttunni um Isco miðjumann Real Madrid. (Star)

Riyad Mahrez, kantmaður Leicester, hélt fund með leikmönnum liðsins til að hreinsa andrúmsloftið eftir að hafa ekki mætt á æfingar í tíu daga. (Leicester Mercury)

Marcelo, bakvörður Real Madrid, er viss um að Neymar muni koma til félagsins frá PSG í framtíðinni. (Marca)

Alan Pardew, stjóri WBA, er á leið til Spánar með sína menn til að reyna að þjappa hópnum saman fyrir fallbaráttuna sem er framundan. (Telegraph)

Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, mun taka á móti bikarnum fyrir sigur í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að hann hafi lítið spilað í vetur vegna meiðsla. (Manchester Evening News)

David Sullivan, annar af eigendum West Ham, vill að stuðningsmenn standi með félaginu. Sullivan segir að West Ham ætli að taka allt í gegn í kringum það hvernig nýir leikmenn eru fundnir. (Evening Standard)
Athugasemdir
banner
banner