Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. mars 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Allt brjálað í Grikklandi: Formaður PAOK mætti með byssu
Mynd: Daily Mail
Mynd: Getty Images
Dómarinn taldi ekki öruggt að klára allan leikinn er PAOK fékk AEK frá Aþenu í heimsókn í toppslag gríska boltans á sunnudaginn.

AEK er með tveggja stiga forystu á toppnum, en PAOK fylgir fast á eftir og á leik til góða þegar sex umferðir eru eftir.

Staðan var markalaus á 90. mínútu þegar Fernando Varela, miðvörður PAOK, hélt hann hefði náð að pota inn sigurmarkinu.

Varela var dæmdur rangstæður við litla hrifningu heimamanna sem gjörsamlega brjáluðust og óðu inn á völlinn.

Ivan Savvidis, formaður PAOK, var brjálaður út í ákvörðun dómarans og ákvað að taka til sinna mála. Hann óð inn á völlinn, með byssu hangandi í hulstri á gallabuxunum.

Manolo Jimenez, þjálfari AEK, segir Ivan hafa hótað dómaranum að leikslokum.

„Við vissum ekki að hann væri með byssu en svo sáum við það. Hann hreyfði höndina oft í átt að beltinu eins og hann ætlaði að draga hana fram, það var mjög ógnandi," sagði Jimenez við Cadena SER.

„Hann hótaði dómaranum beint fyrir framan mig. Samkvæmt túlkinum mínum sagðist hann ætla að enda feril dómarans.

„Ég er í losti, ég hef ekki hugmynd um hvað er að gerast. Þetta er eitthvað sem maður býst við að sjá í Clint Eastwood bíómynd, ekki á knattspyrnuvelli."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner