Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 12. apríl 2014 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Football Espana 
Lo Monaco: Simeone væri frábær hjá Inter
Diego Simeone og lærisveinar eru komnir alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar og eru á toppi spænsku deildarinnar
Diego Simeone og lærisveinar eru komnir alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar og eru á toppi spænsku deildarinnar
Mynd: Getty Images
Pietro Lo Monaco, eigandi fótboltaliðs Messina á Ítalíu, kom Diego Simeone á sjónarsviðið í Evrópu árið 2011 þegar hann fékk argentínska þjálfarann til Catania.

Simeone tók við Catania í janúar 2011 og bjargaði því frá falli en tók við Racing Santander á Spáni eftir tímabilið.

Simeone var fenginn yfir til Atletico Madrid í desember 2011 og hefur gert stórkostlega hluti þar síðan.

Lo Monaco segir að Simeone yrði frábær við stjórnvölinn hjá Inter, en argentínski þjálfarinn var miðjumaður á sínum tíma og lék meðal annars fyrir Inter, Atletico Madrid og Racing Santander.

,,Simeone þarf að yfirgefa Atletico Madrid sem sigurvegari og hefja starf hjá félagi sem þarfnast hans," sagði Lo Monaco við Tuttosport.

,,Hann þarf að taka við liði sem er í blóðinu, liði sem hann getur endurvakið til lífsins. Inter væri gott dæmi, þó að liðið sé nú þegar með góðan stjóra í Walter Mazzarri.

,,Ég er ánægður fyrir hönd Simeone og ég er líka ánægður með að Catania hafi fengið hann til starfa hjá sér fyrir nokkrum árum.

,,Það er skylda fyrir félag eins og Catania að leita sér að frambærilegum ungum stjórum, koma þeim á sjónarsviðið og leyfa þeim að fara þegar tíminn er réttur.

,,Simeone er leiðtogi, hann er partur af hópnum. Hann líkist Mourinho mikið því hann er frábær þjálfari þegar það kemur að sálfræði og hvatningu.

,,Allir elska hann. Hann er eins og fyrirliði þó hann spili ekki leikina."

Athugasemdir
banner