Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 12. október 2017 08:35
Þórður Már Sigfússon
The Sun: Gætum lent í dauðariðli með Brasilíu og Íslandi
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, og Harry Kane, helsta markamaskína liðsins.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, og Harry Kane, helsta markamaskína liðsins.
Mynd: Getty Images
Breskir fjölmiðlar eru þegar byrjaðir að velta upp mögulegum andstæðingum enska landsliðsins á HM en útlit er fyrir að lærisveinar Gareth Southgate verði í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla 1. desember.

Fari svo að Ítalía, Sviss og Perú komist öll á HM eftir umspilsleikina í næsta mánuði er ljóst að England verður ekki í fyrsta styrkleikaflokki og það veldur fjölmiðlamönnum nokkru hugarangri.

„England gæti mætt Íslandi, örlagavaldi liðsins á EM, á nýjan leik í sannkölluðum dauðariðli með Brasilíu eða Argentínu og hugsanlega Nígeríu sem verður í neðsta styrkleikaflokki,” segir í frétt The Sun um málið.

Í framhaldinu veltir blaðamaður upp tveimur hugsanlegum möguleikum fyrir enska landsliðið, annars vegar martraðarriðli og hins vegar draumariðli.

Martraðarriðill
Brasilía
England
Ísland
Nígería

Draumariðill
Rússland
England
Íran
Nýja Sjáland
Athugasemdir
banner
banner
banner