Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mið 12. nóvember 2014 09:35
Magnús Már Einarsson
skrifar frá Brussel
„Ísland mun líklega taka 2. sætið"
Icelandair
Ashish Sharma.
Ashish Sharma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekkert lát er á áhuga erlendra fjölmiðla á íslenska landsliðinu í fótbolta og fulltrúar frá BBC, Sky Sports, franska blaðinu L'Equipe og fleiri fjölmiðlum eru mættir til Belgíu til að fylgjast
með vináttuleiknum gegn heimamönnum í kvöld.

Ashish Sharma mætti til Belgíu í byrjun vikunnar til að taka viðtal við Gylfa Þór Sigurðsson sem verður hægt að nálgast á útvarpsformi á síðu BBC World Service.

,,Við áttum gott 15-20 mínútna spjall. Hann er frábær náungi og hann hafði áhugaverða hluti að segja um Ísland,“ sagði Ashish við Fótbolta.net í gær.

,,Hann er frábær leikmaður. Hann er klókur leikmaður og sér sendingarleðiir. Hann skorar líka mörk og markið hans gegn Arsenal um helgina var frábært. Hann er í topp formi og sjálfstraustið er komið aftur eftir vonbrigðin hjá Spurs.“

Ashish hefur eins og margir aðrir hrifist af íslenska liðinu í byrjun undankeppni EM.

,,Íslenska liðið spilar af sjálfstrausti og skipulagið er gott. Það er erfitt að brjóta liðið á bak aftur og það getur skorað líka. Íslenska liðið er ekki að vinna leik með einu marki heldur eru sigrarnir sannfærandi. Þið eigið frábæra möguleika á að komast áfram," sagði Ashish sem reiknar með að Ísland nái að tryggja sér sæti á EM í Frakklandi.

,,Já, ég held það. Holland er auðvitað stærsta liðið í riðlinum. Tyrkir hafa ekki náð sér á strik í langan tíma og Tékkar hafa verið upp og niður. Ísland mun líklega taka 2. sætið á eftir Hollendingum sem munu líklega ná 1. sætinu á endanum.“

Ashish segist hrífast sérstaklega af liðsheildinni í íslenska liðinu. ,,Ísland treystir ekki á stjörnuleikmenn. Þið hafið ykkar eigin David Beckham en þetta er lið. Við sjáum alltaf súperstjörnur eins og Ronaldo og Messi en eru Portúgal og Argentína að vinna? Nei. Það eru liðin sem vinna og í augnablikinu er formúlan ykkar uppskrift að sigurliði,“ sagði Ashish en viðtalið í heild má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner