Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 12. nóvember 2014 05:55
Fótbolti.net
SkjárSport sýnir leik Belgíu og Íslands í opinni dagskrá
Icelandair
Adolf Ingi lýsir leiknum í kvöld.
Adolf Ingi lýsir leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:45 í kvöld mætast Belgía og Ísland í vináttulandsleik í Brussel. Adolf Ingi Erlingsson lýsir leiknum að utan en hann er í opinni dagskrá.

Íslenska liðið er að búa sig undir mikilvægan leik gegn Tékklandi í undankeppni EM á sunnudagskvöld.

Leikurinn í kvöld er á King Bauduoin Stadion, sem er gamli Heysel-leikvangurinn. Leikið var á honum í úrslitakeppni EM 2000, sem fram fór í Belgíu og Hollandi, og tekur hann rúmlega 50 þúsund manns í sæti. Ekki er búist við fullum velli í kvöld en þó góðri aðsókn.

Leikurinn verður einnig í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net en byrjunarlið Íslands verður opinberað síðar í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner