Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 13. janúar 2017 07:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Magnús Þórir og Unnar í Víði Garði (Staðfest)
Leikmennirnir eru mættir í Garðinn.
Leikmennirnir eru mættir í Garðinn.
Mynd: Víðir Garði
Víðir frá Garði hefur náð samkomulagi við Magnús Þóri Matthíasson og Unnar Má Unnarsson en þeir koma báðir frá Keflavík.

Magnús Þórir er uppalinn í Garðinum en hann á 129 deildarleiki með Keflavík þar sem hann hefur skorað 18 mörk. Þessi fjölhæfi leikmaður á einnig eitt tímabil með Fylki að baki.

Unnar er 23 ára varnarmaður og uppalinn í Keflavík en hann 17 leiki með Keflavík í efstu deild.

Það má búast við að leikmennirnir verði mikil styrking fyrir Víðismenn sem höfnuðu í 2. sæti 3. deildar karla í fyrra og leika því í 2. deild komandi sumar.
Athugasemdir
banner
banner