Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. janúar 2017 08:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Nasri væri til í að fara til Real Madrid
Samir Nasri
Samir Nasri
Mynd: Getty Images
Samir Nasri segist vilja spila með Real Madrid undir stjórn Zinedine Zidane.

Real er búið að spila 39 leiki án ósigurs en næst á dagskrá er leikur gegn Samir Nasri og félögum í Sevilla.

Nasri hefur spilað ansi vel með Sevilla á leiktíðinni en hann á láni frá Manchester City og var honum líkt við franska snillinginn á sínum yngri áður ásamt því að hann var orðaður við Real á árum áður.

Hann viðurkennir að það væri erfitt að hafna tilboði frá Zidane og Real, komi til þess.

„Auðvitað væri ég til í að spila fyrir Zidane hjá Real. Það er ekki algengt að svona góður leikmaður verður svona góður þjálfari. Ferillinn hans er ótrúlegur," sagði Nasri.
Athugasemdir
banner
banner
banner