Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. janúar 2017 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Mail 
Talar um Aubameyang: Allir hafa sitt verð
Pierre-Emerick Aubameyang
Pierre-Emerick Aubameyang
Mynd: Getty Images
Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Borussia Dortmund, er fullviss um að sóknarmaðurinn Pierre-Emerick Aubameyang verði áfram hjá félaginu, en hann segir þó að hver leikmaður hafi sitt verð og það er ekkert öðruvísi hjá Aubameyang.

Hinn 27 ára gamli Aubameyang hefur verið orðaður við öll stærstu félög Evrópu og þá eru liðin í Kína líka spennt fyrir honum, en hann gæti mögulega farið annað næsta sumar.

„Ég held að það séu ekki mörg lið sem Auba er spenntur fyrir því að fara til. Það hefur mikið verið talað um félagsskipti á síðustu tveimur eða þremur árum, en hann er enn hjá Dortmund," sagði Watzke.

„Það var sama sagan með Marco Reus. Hann virtist líka vera á leið til allra liða í heiminum, en hann er enn hérna. Auðvitað eru allir með sitt verð í fótbolta, sama um hvern á við."

„En við erum ekki að hugsa um að selja hann í augnablikinu, vegna þess að það er ekkert í gangi eins og staðan er núna."
Athugasemdir
banner
banner