Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. febrúar 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
UEFA segir dómurum að vernda leikmenn
Pierluigi Collina.
Pierluigi Collina.
Mynd: Getty Images
UEFA hefur ákveðið að minna dómara á að vernda leikmenn með því að refsa harkalega fyrir gróf brot í Evrópukeppnum.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, kallaði eftir þvi á dögunum að leikmenn fái meiri vernd en það gerði hann eftir að Leroy Sane var tæklaður illa í leik gegn Cardiff í enska bikarnum.

„Við þurfum leikmenn til að geta spilað og þess vegna þarf að vernda þá," sagði Pierluigi Collina yfirmaður dómaramála hjá UEFA.

„Við viljum ekki lenda í aðstöðu þar sem framtíð leikmanns er í vafa vegna meiðsla sem hann varð fyrir eftir tæklingu. Hvort sem það er viljandi eða óviljandi þá má leikmaður sem tæklar ekki taka áhættu á að meiða andstæðing."

„Leikmenn verða að skilja að þeir verða að virða andstæðinga sína og sína sömu hegðun gagnvart þeim og þeir vilja sjálfir sjá."

Athugasemdir
banner
banner
banner