Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 13. apríl 2018 23:00
Ingólfur Stefánsson
Mourinho ætlar ekki að kaupa framherja
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho stjóri Manchester United hefur útilokað það að hann muni kaupa framherja næsta sumar til þess að veita Romelu Lukaku samkeppni.

Belgíski framherjinn hefur byrjað 31 af 32 leikjum United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hann hefur skorað í þeim 15 mörk og lagt upp 7 til viðbótar.

Marcus Rashford og Anthony Martial hafa fengið færri tækifæri fyrir vikið og Mourinho hefur ekki áhuga á því að gera sér erfiðara fyrir að velja í byrjunarliðið.

Þegar hann var spurður út í það hvort hann ætlaði sér að kaupa einhvern til að veita Lukaku samkeppni sagði hann:

„Ég hef ekki áhuga á því. Ef það er meiri samkeppni fyrir hann, þá er meiri samkeppni fyrir hina líka. Þá verða þeir óánægðir því þeir fá ekki að spila. Þá þyrfti ég mögulega að senda einhvern í burtu héðan."

Marcus Rashford hefur spilað 42 leiki á tímabilinu og byrjað í 20 þeirra. Hann hefur skorað í þeim 12 mörk. Eftir komu Alexis Sanches í janúar hefur tækifærum hans þó fækkað. Mourinho var einnig spurður út í tækifæri Rashford og hvort hann væri að fá að spila nóg.

„Hann er sá leikmaður sem hefur spilað mest frá því að ég tók við þessu liði."

Rashford hefur spilað 98 leiki sem er meira en nokkur leikmaður liðsins síðan Mourinho tók við. Leikmaðurinn hefur þó oft komið við sögu af varamannabekknum en Mourinho var með útskýringu fyrir því.

„Ég ákveð að hafa það þannig," sagði Portúgalinn.

„Ef þið viljið þurr svör þá hef ég þurr svör. Staðreyndin er sú að aðeins 11 geta byrjað inná og ég er með 22 leikmenn."
Athugasemdir
banner
banner
banner