Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. október 2015 17:38
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Byrjunarlið Íslands: Ögmundur, Jón Daði og Aron inn
Icelandair
Ögmundur fer í markið hjá Íslandi.
Ögmundur fer í markið hjá Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland heimsækir Tyrkland á Torku Arena í Konya klukkan 18:45 að íslenskum tíma í lokaleik undankeppni EM 2016.

Byrjunarlið Íslands liggur nú fyrir og má sjá það hér að neðan. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kemur vitanlega aftur inn á miðjuna eftir að hafa afplánað leikbann í 2-2 jafnteflinu gegn Lettlandi síðastliðinn laugardag.

Ögmundur Kristinsson kemur í markið í fjarveru Hannesar Þórs Halldórssonar, sem meiddist illa á æfingu á sunnudag. Ögmundur hefur verið að gera frábæra hluti með Hammarby í Svíþjóð og verður forvitnilegt að sjá hvernig hann nýtir tækifærið.

Þá er Jón Daði Böðvarsson kominn fram í stað Alfreðs Finnbogasonar. Byrjunarliðið er því alveg eins og Fótbolti.net spáði fyrr í dag.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu


Byrjunarlið Íslands gegn Tyrklandi:

Ögmundur Kristinsson (M)

Ari Freyr Skúlason
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Birkir Már Sævarsson

Jóhann Berg Guðmundsson
Aron Einar Gunnarsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Birkir Bjarnason

Jón Daði Böðvarsson
Kolbeinn Sigþórsson


Athugasemdir
banner
banner