Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 13. desember 2017 21:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Auðvelt hjá City og Leicester - Everton á góðu róli
Rooney skoraði sigurmark Everton.
Rooney skoraði sigurmark Everton.
Mynd: Getty Images
Með David Silva fremstan í flokki valtaði Man City yfir Swansea.
Með David Silva fremstan í flokki valtaði Man City yfir Swansea.
Mynd: Getty Images
Manchester City, Everton og Leicester unnu sína leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu miðvikudagskvöldi.

Það stoppar ekkert Man City sem hefur ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu. City hefur unnið 16 leiki og gert eitt jafntefli, og í kvöld var Swansea lítil sem engin fyrirstaða.

Með David Silva fremstan í flokki valtaði Man City yfir Swansea. Silva skoraði tvö af mörkum liðsins í 4-0 sigri. Hann fékk í kjölfarið mikið lof á samfélagsmiðlum fyrir sína frammistöðu.

Gylfi Sigurðsson spilaði allan leikinn þegar Everton lagði Newcastle að velli. Gylfi átti fínan leik, líkt og markaskorarinn Wayne Rooney í góðum 1-0 sigri á erfiðum útivelli.

Everton hefur verið á góðu róli eftir að Sam Allardyce tók við, liðið er í tíunda sæti deildarinnar.

Að lokum gerði Claude Puel, franski knattspyrnustjórinn, sínum fyrri lærisveinum í Southampton grikk þegar hann mætti á sinn gamla heimavöll með Leicester. Leikurinn endaði 4-1 fyrir Leicester, sem er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Swansea 0 - 4 Manchester City
0-1 David Silva ('27 )
0-2 Kevin de Bruyne ('34 )
0-3 David Silva ('53 )
0-4 Sergio Aguero ('85 )

Newcastle 0 - 1 Everton
0-1 Wayne Rooney ('27 )
Rautt spjald: Jonjo Shelvey, Newcastle ('95)

Southampton 1 - 4 Leicester City
0-1 Riyad Mahrez ('11 )
0-2 Shinji Okazaki ('31 )
0-3 Andy King ('38 )
1-3 Maya Yoshida ('61 )
1-4 Shinji Okazaki ('69 )
Athugasemdir
banner
banner