Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. desember 2017 22:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Væri á leiðinni í frí til Brasilíu eða Los Angeles
Mynd: Getty Images
„Ég er sáttur með stigin þrjú, þetta var erfiður leikur," sagði Jose Mourinho eftir nauman 1-0 sigur á Bournemouth í kvöld. Sigurinn var ekki fallegur hjá United.

„Þeir fengu aukadag á okkur í hvíld, þeir voru ferskari, andlega ferskari vegna þess að stórleikir taka meira frá okkar leikmönnum," sagði Mourinho en Man Utd tapaði 2-1 gegn nágrönnunum í Manchester City um helgina.

„Við fengum færi til að bæta við. Martial fékk mjög gott færi, Rashford hefði getað skorað stórkostlegt mark. Þeir pressuðu á okkur á síðustu 15 mínútunum."

Luke Shaw byrjaði í kvöld. Er hann nú fyrsti kostur í vinstri bakvarðarstöðuna?

„Ég segi ekki hvort hann sé fyrsti eða annar kostur, hann er kostur. Hann hefur verið mikið meiddur og þarf að fá að spila. Hann fékk krampa og þurfti að fara út af. Það var gaman að hann skyldi fá standandi lófatak, það hjálpar honum."

„Við tökum leik fyrir leik og verðum að reyna að vinna næsta leik. Mótið klárast í maí. Ef það væri búið núna þá væri ég á leiðinni í frí til Brasilíu eða Los Angeles," sagði Mourinho að lokum.
Athugasemdir
banner
banner