Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 14. febrúar 2017 15:41
Magnús Már Einarsson
Gabriel Jesus er fótbrotinn - Tímabilið líklega búið
Jesus hefur skorað þrjú mörk síðan hann kom til City í janúar.
Jesus hefur skorað þrjú mörk síðan hann kom til City í janúar.
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur staðfest að framherjinn Gabriel Jesus er fótbrotinn. Jesus fór meiddur af velli eftir korter í 2-0 sigrinum á Bournemouth í gær.

Metatarsal beinið í fæti Jesus er brotið en ekki er ennþá ljóst hversu lengi hann verður frá keppni. Líklega er þó tímabilið búið hjá honum.

„Hann fer í nánari skoðanir á næstu dögum til að finna út hversu lengi hann verður frá keppni," sagði Manchester City í yfirlýsingu í dag.

Mjög misjafnt er hversu lengi menn eru frá eftir að hafa brotið metatarsal bein en leikmenn eins og Kasper Schmeichel, Michael Owen, Wayne Rooney og David Beckham hafa lent í slíkum meiðslum á ferlinum.

Kasper og Owen voru frá í 14 vikur og Rooney 17. Beckham var frá keppni í 7 vikur en brotið hans var á öðrum stað en hjá hinum leikmönnunum.
Athugasemdir
banner
banner