Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 14. febrúar 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Neville: Martial getur orðið stjarna
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sérfræðingur hjá Sky, segir að Anthony Martial geti orðið stjarna hjá Manchester United.

Hinn 21 árs gamli Martial hefur lítið spilað undanfarnar vikur. Hann fékk hins vegar sénsinn í byrjunarliðinu gegn Watford um helgina og þakkaði fyrir sig með marki og stoðsendingu.

„Hann stóð sig virkilega vel. Þetta var góð byrjun hjá honum ef við horfum á það sem eftir er tímabils," sagði Neville.

„United á marga leiki eftir á tímabilinu. Hann á eftir að fá að spila og stuðningsmennirnir eiga eftir að elska hann."

„Stjórinn hefur gefið honum sénsinn. Gríptu tækifærið. Félagið getur orðið það besta í heimi fyrir þig til að spjla hjá og þú getur orðið stjarna. Ég held að hann verði að átta sig á því."

Athugasemdir
banner
banner
banner