Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. febrúar 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ronald kemur Frank til varnar: Fékk engan tíma hjá Inter
Mynd: Getty Images
Ronald de Boer, tvíburabróðir Frank de Boer, heldur því fram að bróðir sinn hefði fengið að skína hjá Inter ef honum hefði verið gefinn meiri tími.

Frank stýrði Inter í þrjá mánuði áður en hann var rekinn, en á þessum þremur mánuðum gekk Inter afar illa.

Þá segist Ronald ekki vita hvert næsta skref bróðurs sins sé, en það sé allavega ekki að taka við Rangers í skoska boltanum.

„Frank er aldrei að fara að taka við félagi á þessum árstíma. Hann er búinn að segja mér að hann sé að bíða þar til í lok apríl, þá mun hann athuga stöðu mála og ráða sig til einhvers félags," sagði Ronald við BBC Scotland.

„Hann vill hafa nægan tíma til að undirbúa liðið sitt undir tímabilið. Hjá Inter fékk hann bara tvær vikur af undirbúningstímabili og tókst þar af leiðandi ekki að undirbúa sína menn eins og hann hafði ætlað sér.

„Hann er til dæmis alls ekki að fara að taka að sér Rangers starfið núna, það er ekki í myndinni."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner