Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 14. mars 2018 21:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Messi hélt sýningu gegn Chelsea
Sá besti allra tíma?
Sá besti allra tíma?
Mynd: Getty Images
Barcelona 3 - 0 Chelsea
1-0 Lionel Andres Messi ('3 )
2-0 Ousmane Dembele ('20 )
3-0 Lionel Andres Messi ('63 )

Lionel Messi var aðalmaðurinn, eins og svo oft áður, þegar Barcelona sló Chelsea úr leik í Meistaradeildinni í kvöld. Fyrri leikurinn á Brúnni í Lundúnum endaði 1-1 og var það ljóst að verkefnið yrði erfitt fyrir Chelsea á Nývangi í kvöld.

Það sást eftir tvær mínútur og átta sekúndur hversu eftir verkefnið var því þá var Messi búinn að skora fyrsta markið. Messi klobbaði Thibaut Courtois úr þröngu færi.

Þess má geta að þetta er fljótasta mark Messi á ferlinum.

Chelsea átti ágætis áhlaup eftir þetta en Messi reyndist of góður. Barcelona vann boltann á miðjunni og fékk Messi boltann. Hann keyrði upp að teignum og átti frábæra sendingu yfir teiginn á Ousmane Dembele sem kláraði vel, 2-0.

Chelsea reyndi að minnka muninn og átti Marcos Alonso skot í stöngina úr aukaspyrna.

Staðan í hálfleik var 2-0 en Messi gerði algjörlega út um leikinn á 63. mínútu. Aftur klobbaði hann Courtois í marki Chelsea. Þetta mark kom gegn gangi leiksins og hefði Chelsea mögulega átt að fá vítaspyrnu en dómarinn dæmdi ekki.

Þetta var lokaniðurstaðan, 3-0 fyrir Barcelona. Messi hélt sýningu og sannaði hann í kvöld í enn eitt skiptið að hann er einn besti leikmaður allra tíma, ef ekki sá besti.

Dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar á föstudaginn.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner