Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 14. mars 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gríðarleg viðurkenning fyrir Val - „Langstærsta nafnið sem hefur komið heim í íslensku deildina"
'Mun vekja athygli út fyrir landsteinanna'
'Mun vekja athygli út fyrir landsteinanna'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Börkur Edvardsson, formaður Vals.
Börkur Edvardsson, formaður Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi var í áratug í ensku úrvalsdeildinni. Þar lék hann fyrir Tottenham, Swansea og Everton.
Gylfi var í áratug í ensku úrvalsdeildinni. Þar lék hann fyrir Tottenham, Swansea og Everton.
Mynd: Styrmir Þór Bragason
Gylfi varð síðasta haust markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins þegar hann skoraði sitt 27. mark.
Gylfi varð síðasta haust markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins þegar hann skoraði sitt 27. mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er ekki gott að segja hvernig liðið verður í fyrsta leik, það verður að koma í ljós'
'Það er ekki gott að segja hvernig liðið verður í fyrsta leik, það verður að koma í ljós'
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
'Hann lyftir henni ekki bara upp, hann lyftir henni upp um margar hæðir.'
'Hann lyftir henni ekki bara upp, hann lyftir henni upp um margar hæðir.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Börkur Edvardsson, formaður Vals, ræddi við Fótbolta.net um komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér neðst í þessari frétt og á öllum hlaðvarpsveitum.

Gylfi, sem er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins, skrifar undir tveggja ára samning.

Gekk hratt fyrir sig eftir að Gylfi byrjaði að æfa með Val
„Tilfinningin er að sjálfsögðu mjög góð, mikil gleði á Hlíðarenda og víða um samfélagið yfir þessum stóru og jákvæðu fréttum fyrir íslenskan fótbolta. Ég held það séu allir kátir í dag."

„Við byrjuðum að tala saman á síðasta tímabili, svo héldum við góðu sambandi og byrjuðum aftur fyrir ekki svo löngu síðan að ræða þetta aftur fyrir fullri alvöru. Við erum búnir að vera í góðu sambandi við þá feðga, höfum átt dagleg samskipti. Svo þegar Gylfi fer að æfa með okkur úti þá gengu hlutirnir nokkuð hratt fyrir sig og lauk svo með þessari ánægjulegu tilkynningu að hann sé orðinn leikmaður Vals,"
sagði Börkur en faðir Gylfa sá um samningaviðræðurnar.

Gríðarleg viðurkenning fyrir Val
Hver er lykillinn að því að Gylfi sé orðinn leikmaður Vals?

„Ég held það komi ágætlega fram í tilkynningunni, það voru sjálfsagt nokkrar ástæður hjá honum að velja Val umfram aðra. Fyrir okkur sem höfum staðið í eldlínunni og fremstir í flokki í félaginu þá er þetta gríðarleg viðurkenning á þetta góða starf sem hefur verið unnið á Hlíðarenda og þá umgjörð sem búið er að skapa. Okkar draumur er að bæta enn inn í þá umgjörð, hafa hana þannig að stórir leikmenn eins og Gylfi velji Val umfram önnur félög. Þetta er gríðarleg viðurkenning á það sem við erum að gera. Að sama skapi er hann að velja Val, eins og kemur fram í tilkynningunni, af því að í fyrsta lagi hefur hann ekki orðið Íslandsmeistari og sér gott tækifæri í því hjá okkur með þann mannskap og þá umgjörð og metnað sem ríkir á Hlíðarenda. Eins erum við frábæran leikmannahóp sem hann smellur vel inn í og finnur sig vel í. Ég held það sé því sitt lítið af hverju sem gerði þetta að veruleika."

Langstærsta nafnið sem hefur komið heim í íslensku deildina
Hversu stór er þessi koma Gylfa í Val?

„Þetta er stærsta nafn sem hefur komið heim í íslensku deildina frá því að fótbolti var fyrst spilaður hér á landi - langstærsta nafnið. Þetta er eins og stórt og það verður fyrir okkur Val og fótboltann hérna heima, Bestu deildina. Þetta er frábær auglýsing og vonandi verður aðsóknin í sumar rosalega góð. Ég vona líka að Besta deildin fái mikla og góða umfjöllun því að það er ekki á hverjum degi sem að maður á þessum aldri með þennan feril að baki, bæði með landsliðinu og svo náttúrulega í ensku úrvalsdeildinni, er að koma heim."

Verður að koma í ljós hvernig liðið verður
Hvernig er staðan á Gylfa? Er gert ráð fyrir því að hann geti spilað í fyrstu umferð deildarinnar?

„Ég veit svo sem ekki hvernig það er akkúrat núna. Hann er allavega á æfingum og í fullu fjöri, gengur bara vel. Við hugsum vel um hann eins og aðra leikmenn. Við stýrum álaginu með honum næstu daga og vikur. Það er ekki gott að segja hvernig liðið verður í fyrsta leik, það verður að koma í ljós."

Verður hann á einhverjum sérstöku æfingaprógrami eða öðruvísi farið með hann en aðra fram að móti?

„Nei, það verður ekkert öðruvísi farið með hann en aðra leikmenn. Hann er á þeim æfingum sem eru í gangi og fær þá meðhöndlun sem hann þarf, rétt eins og aðrir leikmenn. Við förum vel með hann, hann er að koma úr meiðslum og þurfum að fara varlega rétt eins og með aðra sem eru að koma úr meiðslum. Vonandi gengur það vel og ég veit að það gengur vel og hann er að æfa á fullu eins og staðan er núna."

Gríðarlega stoltur
Sem formaður Vals, hversu stoltur ertu af því að hafa landað Gylfa?

„Ég er gríðarlega stoltur og ánægður með þessa stóru uppskeru. Þetta sýnir að maður er að gera eitthvað rétt á Hlíðarenda, maður hefur verið lengi þar í stafninum og komið að mörgum málum, en þetta er það stærsta sem ég hef komið nálægt. Ég er gríðarlega stoltur Valsmaður í dag."

Lyftir deildinni upp um margar hæðir
Koma Gylfa lyftir óumflýjanlega Bestu deildinni upp.

„Ég held að hann lyfti henni ekki bara upp, hann lyftir henni upp um margar hæðir. Síðan er þetta frábær fyrirmynd ungra leikmanna, stelpna og stráka, því hann er fyrirmyndar atvinnumaður, hugsar vel um sig og æfir vel. Ég held að ungir krakkar muni flykkjast á völlinn til þess að horfa á hann spila með Val. Þarna er á ferðinni fyrirmynd margra ungra upprennandi landsliðsmanna og tækifæri til að koma og skoða hann. PR-lega séð og markaðslega séð þá mun þetta vekja athygli út fyrir landsteinanna að hann sé kominn. Ég sé það á erlendum miðlum að þetta er farið að vekja athygli hér og þar."

Tveggja ára samningur, er klárt að hann verður áfram með Val á næsta tímabili ef hann verður heill út þetta ár?

„Já, við gerum tveggja ára samning og reiknum með því að sjálfsögðu," sagði Börkur.
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner