Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 14. mars 2024 22:26
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Aston Villa of stór biti fyrir Ajax - Lille áfram
Ótrúlegur endurkomusigur hjá Olympiakos
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði Ajax sem heimsótti Aston Villa í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í kvöld en tókst ekki að skora mark.

Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Hollandi og tók Ollie Watkins forystuna fyrir Villa í fyrri hálfleiknum í kvöld. Watkins fór meiddur af velli átta mínútum síðar og vonast Unai Emery þjálfari til að meiðslin séu ekki alvarleg.

Brian Brobbey komst nálægt því að jafna skömmu fyrir leikhlé en heimamenn björguðu á marklínu og tvöfölduðu svo forystuna í síðari hálfleik, þegar Leon Bailey skoraði eftir sendingu frá Douglas Luiz.

Norðmaðurinn Sivert Mannsverk fékk sitt seinna gula spjald á 66. mínútu og þá varð róðurinn verulega þungur fyrir Ajax, sem var tveimur mörkum undir og leikmanni færri.

Jhon Duran og Moussa Diaby innsigluðu sigur Aston Villa á lokakafla leiksins og urðu lokatölurnar 4-0.

Hákon Arnar Haraldsson var þá í byrjunarliði Lille og lagði eina mark liðsins upp í 1-1 jafntefli gegn Sturm Graz.

Hákon spilaði fyrri hálfleikinn en var skipt af velli í þrefaldri skiptingu í leikhlé, þar sem Jonathan David fékk meðal annars að spreyta sig.

Lille er komið áfram í næstu umferð eftir góðan þriggja marka sigur í fyrri leiknum í Austurríki.

Belgíska stórveldið Club Brugge sló þá Molde úr leik eftir tap í fyrri leiknum í Noregi. Danski kantmaðurinn Andreas Skov Olsen skoraði tvennu í sigri Club Brugge.

Að lokum er Olympiakos að sigra gegn Maccabi Tel Aviv eftir ótrúlegar viðureignir. Það eru nokkrar mínútur eftir af framlengingu en Grikkirnir eru svo gott sem búnir að sigra.

Maccabi vann fyrri leikinn óvænt í Grikklandi með fjórum mörkum gegn einu, þrátt fyrir yfirburði heimamanna í Olympiakos.

Seinni leikurinn fór fram í Serbíu, þar sem Maccabi getur ekki spilað heimaleiki sína í Ísrael, og blésu Grikkirnir í liði Olympiakos strax til sóknar.

Þeim tókst að komast í þriggja marka forystu í fyrri hálfleik þar sem Daniel Podence, sem er á láni frá Wolves, skoraði eitt og lagði næstu tvö upp. Lokatölur voru 1-4 í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja viðureignina.

Kempurnar Stevan Jovetic og Youssef El Arabi komu inn af bekknum undir lok venjulegs leiktíma og skoruðu sitthvort markið í framlengingunni til að innsigla magnaðan endurkomusigur Olympiakos.

Aston Villa, Lille, Fiorentina, Fenerbahce, PAOK, Olympiakos, Club Brugge og Viktoria Plzen eru komin í 8-liða úrslit Sambandsdeildarinnar.

Aston Villa 4 - 0 Ajax (4-0 samanlagt)
1-0 Ollie Watkins ('25 )
2-0 Leon Bailey ('60 )
3-0 Jhon Jader Duran Palacio ('75 )
4-0 Moussa Diaby ('81 )
Rautt spjald: Sivert Mannsverk, Ajax ('66)

Lille 1 - 1 Sturm Graz (4-1 samanlagt)
1-0 Tiago Santos ('43 )
1-1 Mika Biereth ('45 )

Club Brugge 3 - 0 Molde (4-2 samanlagt)
1-0 Andreas Skov Olsen ('45 )
2-0 Andreas Skov Olsen ('48 )
3-0 Michal Skoras ('70 )

Maccabi Tel Aviv 1 - 6 Olympiakos (5-7 samanlagt)
0-1 Daniel Podence ('10 )
0-2 Kostas Fortounis ('36 )
0-3 Ayoub El Kaabi ('45 )
1-3 Eran Zahavi ('57 , víti)
1-4 Ayoub El Kaabi ('65 )
1-5 Stevan Jovetic ('93 )
1-6 Youseff El Arabi ('103 )

Viktoria Plzen 0 - 0 Servette (0-0 samanlagt)
3-1 eftir vítaspyrnur
Athugasemdir
banner
banner
banner