Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. mars 2024 16:33
Elvar Geir Magnússon
Strákarnir í U16 unnu Gíbraltar örugglega
Viktor Bjarki Daðason.
Viktor Bjarki Daðason.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
U16 landslið drengja vann 4-0 sigur gegn heimamönnum í Gíbraltar í sérstöku þróunarmóti UEFA, Development Tournament.

Sölvi Snær Ásgeirsson leikmaður Grindavíkur, Einar Freyr Halldórsson og Egill Orri Arnarsson úr Þór Akureyri og Viktor Bjarki Daðason úr Fram skoruðu mörkin. Viktor Bjarki er að ganga í raðir danska liðsins FCK.


U16 karla vann 4-0 sigur gegn Gíbraltar í fyrsta leik sínum á æfingamóti þar í landi í dag, fimmtudag.

Mörk Íslands skoruðu þeir Sölvi Snær Ásgeirsson, Einar Freyr Halldórsson, Viktor Bjarki Daðason og Egill Orri Arnarsson.

Næsti leikur Íslands á mótinu verður á laugardaginn, 16. mars, klukkan 09:00 gegn Færeyjum. Á þriðjudag verður leikið gegn Litáen.


Athugasemdir
banner
banner
banner