Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 14. mars 2024 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ungir stuðningsmenn Arsenal rákust á Thierry Henry
Mynd: Getty Images
Arsenal tók á móti Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudagskvöldið og var Thierry Henry, sem er goðsögn hjá Arsenal, meðal áhorfenda.

Henry var á leið í átt að sætinu sínu þegar hann mætti hóp af ungum og efnilegum leikmönnum Arsenal á grunnskólaaldri á stigagangi á Emirates leikvanginum.

Gleðin leyndi sér ekki í augum strákanna sem æptu yfir sig og flykkjuðust að Henry, sem margir telja vera besta leikmann í sögu Arsenal.

Henry lék fyrir Arsenal frá 1999 til 2007 og kom að 331 marki með beinum hætti í 377 leikjum fyrir félagið, áður en hann hélt til FC Barcelona þar sem hann spilaði með Lionel Messi og félögum í þrjú ár.

Young Arsenal academy kids run into Thierry Henry at the Arsenal-Porto game
byu/u8kay insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner