Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. apríl 2018 13:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Giroud með geggjaða innkomu í endurkomu Chelsea
Þvílík innkoma hjá þessu manni.
Þvílík innkoma hjá þessu manni.
Mynd: Getty Images
Það gengur ekki nægilega vel hjá Southampton.
Það gengur ekki nægilega vel hjá Southampton.
Mynd: Getty Images
Southampton 2 - 3 Chelsea
1-0 Dusan Tadic ('21 )
2-0 Jan Bednarek ('60 )
2-1 Olivier Giroud ('70 )
2-2 Eden Hazard ('75 )
2-3 Olivier Giroud ('78 )

Aðdáendur enska fótboltans fengu góðan leik í hádeginu þennan laugardaginn þegar Southampton og Chelsea áttust við.

Bæði lið hafa verið í mikilli lægð, Southampton var fyrir leikinn í fallsæti þremur stigum frá öruggu sæti á meðan Chelsea, sem er ríkjandi Englandsmeistari, var 10 stigum frá Meistaradeildarsæti.

Það dró fyrst til tíðinda í Southampton þegar Dusan Tadic skoraði af stuttu færi eftir sendingu Ryan Bertrand, sem hefur verið orðaður við Manchester United. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Southampton.

Eftir stundarfjórðung í seinni hálfleiknum datt annað markið fyrir Southampton þegar varnarmaðurinn Jan Bednarek skoraði eftir aukaspyrnu. Bednarek var að spila sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni fyrir Southampton.

Þarna var staða Chelsea mjög slæm og velti Matt Law, blaðamaður Telegraph, því fyrir sér hvort leikmenn Englandsmeistaranna væru einfaldlega að reyna að losa sig við stjóra sinn, Antonio Conte.


Bjargvætturinn Giroud
En svo gerðist eitthvað. Olivier Giroud kom inn á sem varamaður fyrir Alvaro Morata og hann breytti öllu. Giroud minnkaði muninn á 70 mínútu. Fimm mínútum síðar jafnaði Eden Hazard og á 78. mínútu var Giroud búinn að skora aftur og Chelsea komið yfir.

Frábær innkoma Giroud og sætur sigur Chelsea staðreynd. Chelsea er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir Tottenham. Southampton er áfram þremur stigum frá öruggu sæti.

Þetta er annað 3-2 tap Southampton í röð en liðið tapaði einni fyrir Arsenal með sömu markatölu um síðustu helgi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner