Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 14. apríl 2018 16:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Barcelona farið í gegnum 39 leiki án taps
Stórslys ef titilinn endar ekki í Barceona
Mynd: Getty Images
Coutinho lagði upp bæði mörk Börsunga.
Coutinho lagði upp bæði mörk Börsunga.
Mynd: Getty Images
Eftir vonbrigðin gegn Roma í Meistardeildinni í vikunni mætti Barcelona aftur til leiks í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Liðið fékk Valencia í heimsókn á Nývang.

Það tók Börsunga stundarfjórðung að ná forystunni með marki Luis Suarez. Í upphafi seinni hálfleiks bætti miðvörðurinn Samuel Umitit, sem hefur verið orðaður í burtu frá Barcelona, við öðru marki.

Philippe Coutinho lagði upp bæði mörk Barcelona og greinilegt að hans var saknað gegn Roma.

Dani Parejo minnkaði muninn fyrir Valencia með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu en lengra komust gestirnir ekki, lokatölur 2-1.

Barcelona setti nýtt met með þessum sigri en liðið hefur ekki tapað í 39 leikjum í röð í spænsku úrvalsdeildinni. Liðið er á góðri leið með að fara taplaust í gegnum þetta tímabil.



Barcelona er með 14 stiga forskot á toppi deildarinnar þegar liðið á eftir að spila sex leiki. Atletico Madrid er í öðru sæti en á leik til góða á Börsunga. Valencia er í þriðja sæti.

Barcelona 2 - 1 Valencia
1-0 Luis Suarez ('15 )
2-0 Samuel Umtiti ('51 )
2-1 Daniel Parejo ('87 , víti)

Fyrr í dag gerðu Sevilla og Villarreal jafntefli í fjörugum leik. Sevilla kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. Sevilla er í sjöunda sætinu en Villarreal er í sætinu fyrir ofan.

Sevilla 2 - 2 Villarreal
0-1 Dani Raba ('36 )
0-2 Carlos Bacca ('68 )
0-2 Nolito ('77 , Misnotað víti)
1-2 Nolito ('78 )
2-2 Steven N'Zonzi ('82 )
Rautt spjald: Wissam Ben Yedder, Sevilla ('62), Jaume Costa, Villarreal ('77)
Athugasemdir
banner