Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   fim 14. júní 2018 08:34
Arnar Daði Arnarsson
Gelendzhik
Ari spilar Fortnite við átta ára krakka: Shit hvað ég er lélegur
Icelandair
Stund milli stríða hjá Ara í Rússlandi.
Stund milli stríða hjá Ara í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Síðustu nætur hafa verið fínar. Maður hefur sofið vel og spilað smá tölvuleiki, þetta er búið að vera fínt. Við höfum verið að spila Fortnite saman, það er hriklega gaman," sagði Ari Freyr Skúlason leikmaður Lokeren og íslenska landsliðsins.

Hann er ekkert að fela það hversu lélegur hann er í Fortnite leiknum sem sem hefur verið gríðarlega vinsæll síðustu mánuði.

„Shit hvað maður er lélegur. Þetta er gaman, maður er að spila við einhverja átta ára krakka. Þetta er bara skemmtilegt," sagði Ari sem býst nú við því að taka sér frí frá tölvuleikjaspilun þar sem íslenska liðið ferðast til Moskvu seinni partinn. Í þeirri borg leikur Ísland sinn fyrst leik á Heimsmeistaramótinu gegn Federico Fazio og félögum í Argentínu.

„Ég held að maður sé ekkert að fara ferðast með Playstation í borgirnar sem við spilum í. En meðan maður er hér þá er fínt að hafa þetta sem afþreyfingu."

„Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel. Það hafa verið góðar æfingar, það hefur verið kraftur og allir vilja vinna. Menn hafa sýnt smá pirring sem sýnir að við viljum alltaf vinna, sama hvort það sé í æfingum eða leikjum."

Ari Freyr kom inn á sem varamaður gegn Noregi í vináttulandsleik á dögunum á vinstri kantinn.

„Heimir veit að ég get spilað fleiri en eina stöðu. Ég hef gert það á mínum ferli. Ég hef kannski spilað alltof margar stöður en það verður að koma í ljós. Ég er alltaf klár þegar kallið kemur."

Í kringum EM í Frakklandi þá var hópur Ítala sem auglýsti sig sem stuðningsmannahóp Ara Frey, og það var ekkert einhver smá hópur heldur heill bær. Það hefur síðan verið umtalað að Ítalir ætli að styðja Ísland á HM þar sem þeir sjálfir eru ekki með á mótinu.

„Maður hefur eitthvað aðeins séð frá því inn á milli á Facebook. Ítalía hefur höfum ætlar að styðja okkur. Það er mjög skemmtilegt að fá svona stóran hóp að styðja við bakið á okkur líka," sagði Ari Freyr sem viðurkennir að hann sé ekki góður í ítölskunni og kunni þá allra helst einhver ljót orð.

Viðtalið í heild sinni við Ara Frey má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner