Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. júlí 2015 17:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í 1. deild: Ég er bara ég
Leikmaður 11. umferðar - Aron Jóhannsson (Haukar)
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Megnið af leiknum voru þetta hálffæri á báða bóga en síðan komumst við betur inn í leikinn í seinni hálfleik og kláruðum þetta," sagði Aron Jóhannsson leikmaður Hauka við Fótbolta.net í dag.

Aron er leikmaður 11. umferðar í 1. deildinni en hann átti góðan leik á miðjunni hjá Haukum í 2-0 sigri á HK í gær.

Haukar hafa komið nokkuð á óvart í 1. deildinni í sumar en liðið er í 6. sæti eftir fyrri umferðina.

„Það voru miklar breytingar á hópnum og við erum með ungt lið en þetta gengur vel. Við þekkjumst vel og höfum spilað lengi saman."

„Við erum að spila flottan fótbolta og ætlum að halda því áfram. Það skilar okkur þangað sem það skilar okkur í haust."

Luka Kostic er skipstjórinn í brúnni hjá Haukum en hann tók við þjálfun liðsins síðastliðið haust.

„Luka veit alveg nákvæmlega hvað hann er að gera. Við erum vel skipulagðir og kunnum taktíkina upp á tíu."

Aron spilar sjálfur á miðjunni hjá Haukum með Andra Fannari Freyssyni.

„Það er toppdrengur og það er frábært að spila með honum. Hann er nýr í þessum hóp en hann hefur komið sterkur inn. Þetta hefur gengið vel og vonandi heldur þetta svona áfram."

Bandaríski landsliðsmaðurinn Aron Jóhannsson var mikið til umfjöllunar í kringum HM í fyrra og Aron viðurkennir að það sé orðið frekar þreytt þegar fólk grínast með nöfnin á þeim alnöfnum.

„Ég hef fengið allavega tvö símtöl frá fjölmiðlum þar sem er verið að djóka eitthvað í mér með þetta. Þetta fer að verða þreytt, ég viðurkenni það. Ég er bara ég," sagði Aron léttur að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Orri Gunnarsson (Fram)
Leikmaður 2. umferðar - Dion Acuff (Þróttur)
Leikmaður 3. umferðar - Oddur Björnsson (Þróttur)
Leikmaður 4. umferðar - Pétur Bjarnason (BÍ/Bolungarvík)
Leikmaður 5. umferðar - Trausti Sigurbjörnsson (Þróttur)
Leikmaður 6. umferðar - Ingþór Björgvinsson (Selfoss)
Leikmaður 7. umferðar - Hafþór Þrastarson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 8. umferðar - Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Leikmaður 9. umferðar - Karl Brynjar Björnsson (Þróttur)
Athugasemdir
banner
banner
banner