Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. október 2014 13:52
Magnús Már Einarsson
Magnús Agnar: Hollendingar spurðu hvort ég væri fullur
Icelandair
Magnús Agnar Magnússon.
Magnús Agnar Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hjá Total Football, býr í Hollandi og er í góðu sambandi við menn hjá félögum þar. Hollendingar voru kokhraustir fyrir leikinn gegn Íslendingum í gær og höfðu litlar áhyggjur. Það kom þó harkalega í bakið á þeim.

,,Ég vann nokkur veðmál við yfirmenn íþróttamála í Hollandi. Ég sendi sms fyrir leik og spurði hvort þeir væru búnir að undirbúa sig undir að tapa. Ég fékk þá spurningar um hvort ég væri á lyfjum og hvort ég væri fullur," sagði Magnús Agnar við Fótbolta.net í dag.

Magnús Agnar vann nokkrar rauðvínsflöskur í veðmálum um leikinn en Hollendingar voru meira segja til í að gefa honum flöskurnar ef Ísland myndi ná jafntefli. Íslenska liðið skellti Hollendingum hins vegar 2-0.

,,Ég sagði takk fyrir leikinn við þá eftir leik. Þeir sögðu þá. 'Það eru ekki eins og þið séuð komnir til Frakklands'. Ég svaraði þá bara: 'Við erum allavega nær því en þið," sagði Magnús Agnar léttur í bragði.

Síminn hefur varla stoppað hjá Magnúsi síðan í gærkvöldi en frammistaða íslensku leikmennina hefur vakið athygli víðsvegar í Evrópu.

,,Almennt er frammistaðan að vekja gríðarlega athygli. Góð frammstaða leikmanna sem eru að spila í lægri deildujm eins og Jón Daði, Theodór Elmar og Hannes Þór. Þeir áttu óaðfinnanlegan leik. Þeir hafa sýnt að þeir hafa getuna til að taka næsta skref."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner