Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. október 2017 16:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Jón Daði spilaði allan leikinn í sigri á Leeds
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sheffield United er að koma á óvart.
Sheffield United er að koma á óvart.
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson var mættur í byrjunarlið Reading í dag. Jón Daði var hluti af íslenska landsliðinu sem tryggði sér sæti á HM í vikunni, en Selfyssingurinn byrjaði bæði gegn Tyrklandi og Kosóvó.

Í dag átti hann fínan leik þegar Reading hafði betur gegn Leeds, 1-0.

Þetta var mikilvægur sigur fyrir Reading en Leeds hefur núna tapað þremur leikjum í röð. Leeds fékk tækifæri til að jafna í uppbótartíma en Spánverjinn Pablo Hernandez misnotaði vítaspyrnu.

Á toppnum eftir þessa leiki eru Cardiff og Sheffield United. Wolves getur komist á toppinn í kvöld með sigri á Aston Villa.

Hér að neðan eru úrslit og markaskorarar dagsins.

Barnsley 2 - 2 Middlesbrough
1-0 Ashley Fletcher ('3 , sjálfsmark)
1-1 Martin Braithwaite ('7 )
2-1 Cameron McGeehan ('9 )
2-2 Britt Assombalonga ('60 )

Bolton 2 - 1 Sheffield Wed
1-0 Sammy Ameobi ('10 )
2-0 Darren Pratley ('62 )
2-1 Kieran Lee ('68)

Brentford 1 - 0 Millwall
1-0 Romaine Sawyers ('47 )

Fulham 2 - 2 Preston NE
0-1 Jordan Hugill ('18 )
0-2 Sean Maguire ('25 )
1-2 Oliver Norwood ('74 , víti)
2-2 Dennis Odoi ('90)

Leeds 0 - 1 Reading
0-1 Modou Barrow ('84 )

Norwich 1 - 1 Hull City
0-1 Nouha Dicko ('29 )
Rautt spjald: David Meyler, Hull City ('57)

Sheffield Utd 1 - 0 Ipswich Town
1-0 Chris Basham ('49 )

Sunderland 1 - 1 QPR
0-1 Idrissa Sylla ('37 )
1-1 Aiden McGeady ('61 )

Leikur Wolves og Aston Villa hefst 16:30.
Athugasemdir
banner
banner