Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. október 2017 11:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Guardiola væri með miðjumann í markinu ef hann gæti"
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola væri til í að nota miðjumenn í öllum stöðum, þetta segir Mark Hughes, stjóri Stoke City.

Guardiola hefur verið að nota miðjumanninn Fabian Delph í vinstri bakverði að undanförnu.

Hughes vildi kaupa Delph í sumar, en hann hefði komið til Stoke og spilað sem miðjumaður, ekki sem vinstri bakvörður.

„Hann hefði komið hingað sem miðjumaður," sagði Hughes þegar hann ræddi við blaðamenn í gær.

„Ég held að Pep dýrki miðjumenn. Hann væri kannski með miðjumann í markinu ef hann gæti. Hann vill hafa þá alls staðar á vellinum," sagði Hughes enn fremur.

Stoke fær Manchester City í heimsókn í dag. Leikurinn hefst 14:00.
Athugasemdir
banner
banner