Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 14. október 2017 17:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Berg var einn af bestu mönnum vallarins
Jói Berg er heitur þessa dagana en hann skoraði í landsleikjunum bæði gegn Tyrklandi og Kosóvó.
Jói Berg er heitur þessa dagana en hann skoraði í landsleikjunum bæði gegn Tyrklandi og Kosóvó.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður þegar Burnley gerði 1-1 jafntefli gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Innkoma Jóa Berg var mjög kraftmikil, en hann lagði upp jöfnunarmark Burnley fyrir Chris Wood.

Jóhann Berg var besti maður vallarins í dag ásamt Steven Defour, miðjumanni Burnley.

Hér að neðan eru einkunnir Burnley úr leiknum frá Sky Sports.

Einkunnir Burnley:
Pope (6), Lowton (6), Ward (7), Tarkowski (6), Mee (6), Brady (7), Cork (6), Hendrick (6), Defour (8), Arfield (6), Wood (7)

Varamenn:
Jóhann Berg (8), Vokes (7), Barnes (6)
Athugasemdir
banner
banner