Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. október 2017 15:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Stórsigur hjá Bayern í endurkomu Heynckes
Mynd: Getty Images
Gamli refurinn Jupp Heynckes stýrði Bayern München til sigurs, stórsigurs, í sínum fyrsta leik með Bayern á þessu tímabili. Heynckes var ráðinn stjóri Bayern í fjórða sinn í síðustu viku.

Hann tók við starfinu af Ítalanum Carlo Ancelotti.

Heynckes byrjar vel með Bayern, en Bæjarar fengu Freiburg í heimsókn í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Bayern komst fljótlega yfir og þeir keyrðu yfir Freiburg. Lokaniðurstaðan var 5-0 fyrir Bayern sem er núna tveimur stigum á eftir Dortmund. Dortmund mætir RB Leipzig á eftir.

Það voru fjórir aðrir leikir að klárast á sama tíma, en öll úrslit og markaskorarar eru hér að neðan. Alfreð Finnbogason spilaði rúman klukkutíma í 2-2 jafntefli Augsburg gegn Hoffenheim.

Bayern 5 - 0 Freiburg
1-0 Julian Schuster ('8 , sjálfsmark)
2-0 Kingsley Coman ('42 )
3-0 Thiago Alcantara ('63 )
4-0 Robert Lewandowski ('75 )
5-0 Joshua Kimmich ('90 )

Hoffenheim 2 - 2 Augsburg
1-0 Benjamin Hubner ('52 )
1-1 Michael Gregoritsch ('75 )
2-1 Marc Uth ('85 )
2-2 Kevin Vogt ('89 , sjálfsmark)

Hertha 0 - 2 Schalke 04
0-1 Leon Goretzka ('54 , víti)
0-2 Guido Burgstaller ('78 )
Rautt spjald: Genki Haraguchi, Hertha ('44)

Mainz 3 - 2 Hamburger
1-0 Alexandru Maxim ('2 )
1-1 Walace ('9 )
2-1 Stefan Bell ('52 )
3-1 Danny Latza ('58 )
3-2 Sejad Salihovic ('90 , víti)

Hannover 1 - 2 Eintracht Frankfurt
0-1 Sebastien Haller ('10 )
1-1 Salif Sane ('36 )
1-2 Ante Rebic ('90 )



Athugasemdir
banner
banner