Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. febrúar 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Del Cueto í Leikni F. (Staðfest)
Úr leik hjá Leikni í fyrra.
Úr leik hjá Leikni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Leiknir Fáskrúðsfirði hefur fengið spænska varnarmanninn Javier Angel Del Cueto Chocano í sínar raðir fyrir átökin í Inkasso-deildinni í sumar.

Hinn 26 ára gamli Del Cueto spilaði síðast með Almoradí í spænsku C-deildinni. Hann hefur einnig leikið með Orihuela, Alicante og La Nucía á ferli sínum.

Del Cueto gæti spilað sinn fyrsta leik með Leikni þegar liðið fær Grindavík í heimsókn í fyrsta leik í Lengjubikarnum á laugardaginn.

Komnir:
Javier Angel Del Cueto frá Spáni
Kristinn Justiniano Snjólfsson frá Sindra
Robert Winogrodzki frá Þýskalandi

Farnir:
Adrian Murcia til Spánar
Andres Salas Trenas til Spánar
Anto Pejic til Króatíu
Antonio Calzado Arevalo til Spánar
Dagur Már Óskarsson í Magna
Garðar Logi Ólafsson í Víking R.
Ignacio Poveda Gaona til Spánar
Jose Omar Rocamora til Spánar
Kristófer Páll Viðarsson í KA
Valdimar Ingi Jónsson í Víking R. (Var á láni)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner