Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 15. febrúar 2018 17:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hafði ekki hugrekki í að reka Neymar út af"
Neymar gerðist sekur um leikaraskap en fékk ekki gult spjald.
Neymar gerðist sekur um leikaraskap en fékk ekki gult spjald.
Mynd: Getty Images
Meistarar síðustu tveggja ára í Meistaradeildinni, Real Madrid, tóku á móti Paris Saint-Germain, franska toppliðinu í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

Eftir flottan undirbúning Edinson Cavani og Neymar datt boltinn til miðjumannsins Adrien Rabiot í teignum og hann kom PSG yfir.

Rétt fyrir hálfleik jafnaði Real Madrid eftir að Giovani lo Celso braut á Toni Kroos og vítaspyrna var dæmd. Cristiano Ronaldo fór á punktinn og þó leysigeislum hafi verið beint á augu hans úr stúkunni tókst honum að skora 100. Meistaradeildarmark sitt fyrir Real Madrid.

Nokkrum mínútum fyrir leikslok kom svo 101. markið en Ronaldo skoraði þá annað mark sitt þegar boltinn barst til hans í teignum eftir vörslu Alphonse Areola. Heimamenn voru ekki hættir og Marcelo bætti stöðuna enn frekar áður en flautað var af.

Erfitt verkefni bíður PSG en það hefði getað orðið enn erfiðara ef Neymar hefði fengið rauða spjaldið. Neymar fékk gula spjaldið í fyrri hálfleiknum fyrir tæklingu en hann hefði mögulega átt að líta sitt annað gula spjald í seinni hálfleiknum fyrir leikaraskap.

Gianluca Rocchi flautaði leikaraskap en gaf ekki gult spjald.

Hefði Neymar fengið að líta annað gula spjaldið hefði hann verið í banni í seinni leiknum í París þann 6. mars.

„Neymar, klár leikaraskapur, dómarinn sá þetta en hafði ekki hugrekki í að reka hann út af," sagði Michael Owen, fyrrum leikmaður Real Madrid, á BT Sport í gær.






Athugasemdir
banner
banner
banner