Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 15. febrúar 2018 20:58
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari Atalanta: Gátum fengið Batshuayi í fyrra
Batshuayi fagnaði innilega þegar hann skoraði í kvöld.
Batshuayi fagnaði innilega þegar hann skoraði í kvöld.
Mynd: Getty Images
Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta, er svekktur með að hafa tapað fyrir Borussia Dortmund í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Andre Schurrle kom Dortmund yfir í fyrri hálfleik en tvenna frá Josip Ilicic snemma í síðari hálfleik sneri leiknum við.

„Það er eftirsjá, við spiluðum mjög vel stærsta hluta leiksins og fengum ódýr mörk á okkur," sagði Gasperini við Sky Sport Italia.

„Eftir annað mark Ilicic vorum við með leikinn í höndunum og það er sárt að tapa í uppbótartíma. Seinni leikurinn verður erfiður."

Michy Batshuayi, sem er hjá Dortmund á láni frá Chelsea, gerði tvennu og innsiglaði sigur heimamanna. Hann er búinn að gera fimm mörk í fyrstu þremur leikjunum fyrir Dortmund. Gasperini segir að Atalanta hafi boðist að fá hann til sín í fyrra.

„Við gátum fengið Batshuayi í fyrra því hann var ekki að spila fyrir Chelsea, en það varð ekkert úr því."
Athugasemdir
banner
banner