Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 15. febrúar 2018 23:17
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger: Þeir voru stressaðir
Mynd: Getty Images
Arsenal hafði betur gegn Östersund er liðin mættust í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Arsenal vann leikinn 3-0 á gervigrasvellinum í Svíþjóð og varði David Ospina vítaspyrnu í síðari hálfleik.

„Við spiluðum við gott lið, sem vann gegn Hertha Berlin og gerði jafntefli við Athletic Bilbao. Þeir voru stressaðir í byrjun og við nýttum okkur það," sagði Wenger eftir sigurinn.

„Ungu strákarnir stóðu sig mjög vel í riðlakeppninni og þess vegna finnst mér rétt að halda áfram að gefa þeim tækifæri í útsláttarkeppninni."

Wenger mun líklega hvíla lykilmenn í síðari viðureigninni í næstu viku þar sem úrslitaleikur deildabikarsins gegn Manchester City er á sunnudeginum, þremur dögum síðar.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna á heimavelli og við munum tefla fram liði sem getur unnið. Við gætum hvílt einhverja lykilmenn."
Athugasemdir
banner
banner
banner