Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 15. mars 2018 18:57
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Arsenal og Milan: Borini í hægri bakverði
Mynd: Getty Images
Arsenal tekur á móti Milan í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Arsenal hafði betur í fyrri leiknum í Mílanó og er því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn.

Heimamenn þurfa þó að passa sig. Þeir lentu tveimur mörkum undir á heimavelli gegn Östersund í síðustu umferð, eftir að hafa unnið fyrri leikinn 3-0 í Svíþjóð.

Danny Welbeck er fremstur hjá Arsenal og er Jack Wilshere í holunni. Mesut Özil og Henrikh Mkhitaryan eru á köntunum.

Aaron Ramsey er í byrjunarliðinu en hann er á leið í minniháttar aðgerð eftir leikinn.

Gestirnir mæta með sóknarsinnað lið til leiks þar sem Fabio Borini er í hægri bakverði.

Miðjumenn Milan eru flestir sóknarsinnaðir, þar sem Franck Kessie og Riccardo Montolivo munu sjá um að halda miðjunni þrátt fyrir að vera báðir gæðamiklir sóknarlega.

Arsenal: Ospina; Bellerin, Koscielny, Mustafi, Monreal; Ozil, Ramsey, Xhaka, Mkhitaryan; Wilshere; Welbeck
Varamenn: Cech, Chambers, Kolasinac, Elneny, Maitland-Niles, Iwobi, Nketiah.

Milan: Donnarumma; Borini, Bonucci, Romagnoli, Rodriguez; Suso, Kessie, Montolivo, Calhanoglu; Cutrone, Andrè Silva.
Varamenn: Storari, Bonaventura, Kalinic, Zapata, Biglia, Musacchio, Locatelli.
Athugasemdir
banner
banner