Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 15. mars 2018 15:43
Magnús Már Einarsson
Spurt og svarað - Upplýsingar um nýja landsliðsbúninginn
Icelandair
Nýi aðalbúningurinn.
Nýi aðalbúningurinn.
Mynd: KSÍ
KSÍ opinberaði í dag nýjan landsliðsbúning sem Ísland spilar í á HM í Rússlandi í sumar. Hér að neðan má sjá nokkar staðreyndir um búninginn.

Hver framleiðir íslenska landsliðsbúninginn? Það er ERREA sem framleiðir búninginn í eigin verksmiðju í Evrópu.

Hver hannar íslenska búninginn? Leitað var til hönnuða bæði íslenskra og erlendra og þá var einnig tekið tillit til óska landsliðsfólksins okkar, varðandi snið og efni. Margar skemmtilegar hugmyndir komu fram. Fyrir valinu varð hönnun ítalska íþróttavöruhönnuðarins, Filippo Affani, þar sem hans hönnun þótti koma best út m.v. þarfir og óskir. Til gamans má geta þess að Filippo er mikill Íslandsvinur og flaggar til að mynda alltaf íslenska fánanum þegar landsliðið okkar spilar.

Hver er hugsunin á bakvið hönnunina? Horft var til einkenna landsins og unnið með eldinn og ísinn. Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni og áræðnina þrátt fyrir smæð. Innan á kraganum er að sjálfsögðu að finna möntru landsliðsins ​„Fyrir Ísland“​, sem lýsir vel þeim hug sem leikmenn landsliðanna okkar bera þegar þeir ganga inn á keppnisvöllinn og leggja allt í sölurnar fyrir Ísland.

Hver valdi endanlega búninginn/treyjuna? Endanlegt val búningsins var í höndum KSÍ og Errea.

Eru mörg snið og stærðir? Við bjóðum upp á karla og kvensnið. Stærðir eru allt upp í 7XL. Búningurinn kemur einnig í barnastærðum og þremur ungbarnastærðum.

Hvar fæst treyjan og búningurinn? Búningurinn fæst í öllum helstu sportvöruverslunum, m.a. ​Sportbúð Errea, ​101 Sport, Jóa Útherja, Útilíf, og Músík og Sport og svo að sjálfsögðu á netinu - errea.is

Hvað kostar treyjan? Treyja fyrir fullorðna kostar 11.990 kr. og 10.990 kr. í barnastærðum.

Um Errea: Errea er ítalskt fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1988 og fagnar því 30 ára starfsafmæli um þessar mundir.

Sala á treyjunni hefst í verslun Jóa útherja klukkan 17:00 í dag. Opið er í versluninnni til 20:00 í kvöld.
Hvernig fer Breiðablik - Valur á mánudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner