Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. mars 2024 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hópur U21 sem fer til Tékklands - Einn nýliði
Daníel Freyr Kristjánsson.
Daníel Freyr Kristjánsson.
Mynd: Midtjylland
Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp sem mætir Tékklandi í undankeppni EM 2025. Leikurinn fer fram á Malsovicka Arena í Tékklandi þann 26. mars og hefst hann klukkan 16:30 að íslenskum tíma.

Ísland er í þriðja sæti riðilsins með sex stig eftir þrjá leiki á meðan Tékkland er í því fjórða með tvö stig eftir þrjá leiki. Ísland vann heimaleik þessara liða, 2-1.

Einn nýliði er í hópnum en það er Daníel Freyr Kristjánsson, bakvörður Midtjylland í Danmörku.

Hópurinn:
Adam Ingi Benediktsson - IFK Göteborg - 6 leikir
Lúkas J. Blöndal Petersson - Hoffenheim - 3 leikir
Andri Fannar Baldursson - Elfsborg - 17 leikir, 1 mark
Kristall Máni Ingason - Sonderjyske - 16 leikir, 7 mörk
Ólafur Guðmundsson - FH - 9 leikir, 1 mark
Danijel Dejan Djuric - Víkingur R. - 8 leikir, 1 mark
Valgeir Valgeirsson - Örebro - 8 leikir
Ísak Andri Sigurgeirsson - IFK Norrköping - 7 leikir
Jakob Franz Pálsson - Valur - 7 leikir
Logi Hrafn Róbertsson - FH - 7 leikir
Óli Valur Ómarsson - IK Sirius - 7 leikir, 1 mark
Ari Sigurpálsson - Víkingur R. - 5 leikir, 1 mark
Davíð Snær Jóhannsson - Aalesunds FK - 5 leikir, 2 mörk
Anton Logi Lúðvíksson - FK Haugesund - 4 leikir
Eggert Aron Guðmundsson - Elfsborg - 4 leikir
Hlynur Freyr Karlsson - FK Haugesund - 4 leikir
Kristófer Jónsson - US Triestina - 4 leikir
Hilmir Rafn Mikaelsson - Kristiansund BK - 3 leikir
Benoný Breki Andrésson - KR - 1 leikur
Daníel Freyr Kristjánsson - FC Midtjylland
Athugasemdir
banner
banner