Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 15. mars 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bauluðu stanslaust á Henderson
Jordan Henderson.
Jordan Henderson.
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Aston Villa bauluðu á miðjumanninn Jordan Henderson þegar Villa fór illa með Ajax í Sambandsdeildinni í gærkvöldi.

Henderson, sem var áður fyrr fyrirliði Liverpool, var í byrjunarliði Ajax í leiknum en þetta er í annað sinn sem hann spilar á enskri grundu frá því hann yfirgaf Liverpool og samdi við Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu.

Stuðningsmenn Villa bauluðu á Henderson fyrir leikinn og þannig var það líka allan tímann á meðan leikurinn var í gangi.

Það var líka baulað á Henderson er hann spilaði fyrir enska landsliðið í október síðastliðnum.

Henderson er ekki sá vinsælasti eftir að hann fór til Sádi-Arabíu en þau skipti hans voru mjög gagnrýnd. Á tíma sínum sem fyrirliði Liverpool var Henderson duglegur að standa með samkynhneigðum og öllu LGBTQI+ samfélaginu. Í Sádi-Arabíu eru réttindi þeirra sem eru LGBTQI+ svo gott sem engin en það er ólöglegt að vera samkynhneigður þar í landi. Það skipti á endanum engu máli fyrir Henderson sem elti peningana þaðan.

Svo leið honum ekki vel í Sádi-Arabíu og skipti yfir til Ajax í Hollandi í janúar, en samt er baulað á hann í Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner