Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. mars 2024 13:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Courtois sakar þjálfarann um lygar - Verður líklega ekki með á EM
Thibaut Courtois.
Thibaut Courtois.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í að Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, muni ná sér af meiðslum sem hafa verið að hrjá hann en það er samt sem áður ólíklegt að hann muni spila með Belgíu á Evrópumótinu í sumar, allavega eins og staðan er núna.

Samband hans við Domenico Tedesco, landsliðsþjálfara Belgíu, er alls ekki gott.

Hann yfirgaf herbúðir belgíska landsliðsins síðasta sumar vegna ósættir við Tedesco. Courtois var ósáttur þá við að fá ekki fyrirliðabandið hjá Belgíu.

„Ég hef reynt allt til að laga sambandið þannig að hann fari á Evrópumótið í sumar. En það síðasta sem ég heyrði var að hann væri ekki tilbúinn að fara," sagði Tedesco nýverið við fréttamenn.

„Það var alveg ljóst af hans hálfu."

Courtois ákvað að svara landsliðsþjálfaranum á samfélagsmiðlum með því einfaldlega að gefa í skyn að Tedesco væri lygari en samband þeirra er greinilega ekki gott.

Ef Courtois verður ekki með á EM í sumar, þá er líklegt að annað hvort Koen Casteels úr Wolfsburg eða Mats Selz úr Nottingham Forest verði í markinu hjá Belgum.


Athugasemdir
banner
banner
banner