Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. mars 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp gerði þrefalda skiptingu til að forðast meiðsli
Mynd: EPA
Jürgen Klopp var kátur eftir þægilegan stórsigur Liverpool gegn Sparta Prag í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Liverpool gjörsamlega rúllaði yfir tékkneska stórliðið og vann í heildina 11-2, eftir 6-1 sigur á Anfield í gærkvöldi.

„Ég er mjög ánægður með strákana, þeir mættu í þennan leik og það sást að þeir nutu þess að spila fótbolta. Þeir skoruðu frábær mörk í byrjun leiks og ég er sáttur með hvernig strákarnir spiluðu þennan leik," sagði Klopp eftir stórsigurinn. „Við vildum spila vel og skora mörk og það er það sem við gerðum."

Hinn 19 ára gamli Bobby Clark fékk tækifæri með byrjunarliðinu og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið, auk þess að leggja upp fyrir Mohamed Salah.

„Hann var ótrúlegur í kvöld en það versta er að hann þurfti að fara meiddur af velli, hann virðist vera meiddur á ökkla en við vonum að það sé ekkert alvarlegt. Við skiptum Joe (Gomez), Wataru (Endo) og Darwin (Nunez) útaf í hálfleik til að hvíla þá og forða þeim frá mögulegum álagsmeiðslum. Mo (Salah) er kominn aftur og fékk 90 mínútur til að komast betur í gírinn eftir meiðsli. Í seinni hálfleik þá bannaði ég honum að verjast, það er í fyrsta sinn sem ég geri það á mínum þjálfaraferli."

Klopp talaði að lokum um ungu strákana sem fengu tækifæri til að spreyta sig og segist hlakka til að fylgjast með framþróun Mateusz Musialowski, sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Liverpool í gærkvöldi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner