Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. mars 2024 07:00
Auglýsingar
Ódýrustu árskortin hjá Val – Rjúka út eftir fréttir af komu Gylfa
Mynd: Styrmir Þór Bragason
Óhætt er að segja að sala á fótboltakortum hjá Knattspyrnudeild Vals hafi tekið kipp í gær þegar félagið tilkynnti um komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins.

„Já þetta tók mikinn kipp í gær við fréttirnar um Gylfa sem er mjög ánægjulegt. Þetta er líka það gott tilboð að ég trúi því varla að nokkur ætli að láta þetta framhjá sér fara,“ segir Sigurður Kristinn Pálsson stjórnarmaður í Val.

Valsmenn settu árskort sín fyrir sumarið í sölu í síðustu viku og eru með sannkallað dúndur tilboð á kortunum í ár. Þannig er árskort á alla karla- og kvennaleiki á 50% afslætti þar til 23. mars og kostar einungis 9.500 kr. Árskort og treyja er síðan á 21.500.

„Líkt og öðrum félögum í deildinni langar okkur að fjölga aðeins á leikjunum hjá okkur í sumar. Við lögðumst í miklar pælingar í vetur og erum með ýmsar hugmyndir um hvernig við getum fengið fleira fólk á völlinn. Fréttirnar um komu Gylfa hafa greinilega kveikt í fólki,” segir Sigurður Kristinn Pálsson stjórnarmaður í Val.

„Eitt af því sem hefur mikið verið nefnt er miðaverðið og því langar okkur að bjóða fólki alvöru tilboð svo flestir geti komið og notið þess sem við höfum upp á að bjóða. Líkt og áður er mikill metnaður hjá okkur bæði karla- og kvennamegin og ég er sannfærður um að það verði gaman á vellinum í sumar. Það er ekkert skemmtilegra en fjölskyldan öll saman á fallegu sumarkvöldi að Hlíðarenda að styðja fólkið okkar,” segir Sigurður Kristinn að lokum.

Hægt er að nálgast kortin í gegnum Stubb og á samfélagsmiðlum Vals.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner