Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 15. mars 2024 21:13
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo með sigurmarkið í stórleik
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Al Ettifaq
Cristiano Ronaldo var á sínum stað í byrjunarliði Al-Nassr og skoraði eina mark leiksins í sigri í stórslag gegn Al-Ahli í sádi-arabísku deildinni í kvöld.

Ronaldo kom boltanum í netið í fyrri hálfleik en ekki dæmt mark vegna rangstöðu eftir nánari athugun með VAR.

Roberto Firmino gerði slíkt hið sama í síðari hálfleik en aftur skarst VAR inn í leikinn.

Það var á 68. mínútu sem fyrsta og eina mark leiksins leit dagsins ljós, þegar Ronaldo skoraði úr vítaspyrnu.

Aymeric Laporte, David Ospina, Alex Telles, Otávio, Marcelo Brozovic og Sadio Mané voru meðal byrjunarliðsmanna í sigurliði Al-Nassr, sem er í öðru sæti deildarinnar.

Al-Ahli er í þriðja sæti, níu stigum eftir Al-Nassr, en leikmenn á borð við Edouard Mendy, Merih Demiral, Roger Ibanez, Franck Kessié, Allan Saint-Maximin og Riyad Mahrez voru í byrjunarliði heimamanna.

Al-Feiha og Al-Riyadh skildu þá jöfn 1-1, þar sem Henry Onyekuru skoraði eina mark heimamanna, á meðan Al-Ettifaq gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Al-Taee.

Karl Toko Ekambi tók forystuna fyrir Al-Ettifaq en lærisveinum Steven Gerrard tókst ekki að bera sigur úr býtum þrátt fyrir að vera sterkara liðið í dag.

Auk Toko Ekambi mátti finna Georginio Wijnaldum, Moussa Dembélé, Demarai Gray og Seko Fofana í byrjunarliði Al-Ettifaq, en Gray fékk að líta beint rautt spjald seint í uppbótartíma.

Al-Ettifaq er í sjötta sæti eftir þetta jafntefli, með 35 stig úr 24 umferðum.

Philippe Coutinho gaf þá stoðsendingu í 3-1 sigri Al-Duhail í efstu deild í Katar. Coutinho hefur ekki verið að gera sérlega góða hluti á tímabilinu og byrjaði á bekknum í kvöld, en lagði upp mikilvægt jöfnunarmark aðeins þremur mínútum eftir innkomu sína á völlinn.

Al-Duhail er í sjötta sæti, tíu stigum frá baráttu um sæti í Meistaradeild Asíu.

Al-Ahli 0 - 1 Al-Nassr
0-1 Cristiano Ronaldo ('68, víti)

Al-Taee 1 - 1 Al-Ettifaq
0-1 Karl Toko Ekambi ('18)
1-1 V. Misidjan ('45+4)
Rautt spjald: Demarai Gray, Al-Ettifaq ('97)

Al-Feiha 1 - 1 Al-Riyadh
1-0 Henry Onyekuru ('30)
1-1 K. Musona ('64)

Al-Duhail 3 - 1 Shamal
Athugasemdir
banner
banner
banner