Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. apríl 2014 12:15
Magnús Már Einarsson
Gummi Tóta gefur út lag - Draumurinn að spila á Þjóðhátíð
Gummi með gítarinn.
Gummi með gítarinn.
Mynd: Eyjafréttir
Guðmundur Þórarinsson, leikmaður Sarpsborg í Noregi, hefur gefið út sitt fyrsta lag en það ber heitið ,,Bálskotinn."

,,Ég hef alltaf haft gaman af tónlistinni og átti orðið nokkur frumsamin lög. Ég hef töluverðan frítíma hérna í Noregi svo að ég lét verða af því að klára lagið og tók það svo upp síðast þegar ég var heima," sagði Guðmundur við Fótbolta.net.

,,Ég samdi lag og texta sjálfur ásamt hjálp og ábendingum frá elskulegum bróður mínum og Fannar Frey Magnússyni vini mínum. Þetta lag fjallar um ungan dreng sem sér þessa stelpu standa fyrir framan sig og veit um leið að þetta er eitthvað spennandi. Hann reynir svo að heilla hana upp úr skónum með sjálfstraustið að vopni."

Ingólfur Þórarinsson, bróðir Guðmundar, hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins undanfarin ár en Gummi segist ekki stefna á sama frama í tónlistinni.

,,Ekki eins og er en það er samt alveg klárt að draumur minn sem tónlistarmaður er að fá að syngja á Þjóðhátíð, Hásteinsvöllur og Herjólfsdalur eru mínir heimavellir," sagði Guðmundur léttur í bragði að lokum en hann spilaði með ÍBV áður en hann fór út í atvinnumennsku.


Athugasemdir
banner