Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 15. maí 2017 21:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atli Sigurjónsson aftur í KR (Staðfest)
Atli er mættur aftur í Vesturbæinn.
Atli er mættur aftur í Vesturbæinn.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Atli Sigurjónsson er genginn aftur í raðir KR. Þetta staðfesti Vesturbæjarliðið á Twitter í kvöld.

Atli hafði verið án liðs eftir að hafa óvænt yfirgefið Breiðablik um miðjan síðasta mánuð.

Atli er uppalinn hjá Þór á Akureyri, en fór eftir góða frammistöðu þar til KR árið 2011. Hann var í Vesturbænum til 2015.

Þá gekk hann í raðir Breiðabliks, en honum tókst ekki að sýna sínar bestu hliðar í Breiðabliksbúningnum.

Hann hefur verið að æfa með KR, en hann hefur æft með hollenska liðinu Almere City. Hann fór út til Hollands og það gekk vel.

Hann fékk hins vegar ekki samning þar og er mættur á kunnar slóðir.

KR hefur verið á skriði í Pepsi-deildinni. Eftir tap í fyrsta leik gegn Víkingum úr Reykjavík, hafa þeir unnið tvo síðustu leiki sína. Þeir unnu Víking Ólafsvík með flautumarki og í gær unnu þeir ÍA.

Næsti leikur KR er gegn Leikni F. í Borgunarbikar karla á miðvikudag. Þar gæti Atli mögulega spilað sinn fyrsta leik fyrir KR á tímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner