Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 15. nóvember 2016 20:39
Magnús Már Einarsson
Sverrir Ingi: Sagði við Jóa að ég væri þarna
Icelandair
Íslendingar fagna marki Sverris í kvöld.
Íslendingar fagna marki Sverris í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Það er gífurlega gaman að geta endað þetta besta ár íslenskrar knattspyrnu með sigri í Möltu," sagði Sverrir Ingi Ingason miðvörður Íslands eftir 0-2 sigur á Möltu ytra í vináttulandsleik í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Malta

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þeir eru erfitt lið að spila á móti og hafa ekki verið að tapa stórt að undanförnu. Þeir eru skipulagðir og með ágætis fótboltamenn. Þetta var þolinmæði en við náðum að skora tvö mörk og halda hreinu."

Sverrir skoraði seinna mark Íslands í kvöld með góðum skalla eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar.

„Já, ég náði að hitta hann vel þarna og alveg í skeytin. Ég var búinn að segja við Jóa um leið og hann kom inná að ég væri þarna og hann setti hann þarna og ég mætti og náði að setja hann í netið."

Sverrir Ingi átti hjólhestaspyrnu skömmu áður sem gekk ekki nógu vel.

„Strákarnir voru að gera grín að mér inni í klefa fyrir þessa hjólhestaspyrnu en ég hélt að hún hafi bara farið rétt framhjá. Nei nei, boltinn lá fyrir mig og ég ætlaði að setja hann aftur inn í teig. Þegar maður fær hugmynd er hún mjög sniðugt í momentinu."

Nánar er rætt við Sverri í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner