Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 15. nóvember 2017 21:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ancelotti og Conte líklegastir til að taka við Ítalíu
Ancelotti er líklegastur til þess að taka við ítalska landsliðinu
Ancelotti er líklegastur til þess að taka við ítalska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Gian Piero Ventura var rekinn sem þjálfari Ítalíu í dag eftir að hafa mistekist að koma fjórföldum heimsmeisturum á heimsmeistaramótið í Rússlandi í næsta sumar.

Þetta verður í fyrsta skiptið í 60 ár sem Ítalir verða ekki með á heimsmeistaramótinu en Ítalir eru næst sigursælasta lið heimsmeistaramótsins.

Veðbankarnir eru að sjálfsögðu farnir að hugsa um næsta þjálfara Ítalíu en mikil kynslóðaskipti eru í vændum hjá Ítölum.

Carlo Ancelotti er sagður líklegastur til þess að taka við Ítölum samkvæmt veðbönknunm en Ancelotti er án starfs þessa stundina eftir að hafa verið rekinn frá Bayern Munchen. Ancelotti lék á sínum tíma 26 leiki fyrir Ítalíu og hefur þjálfað mörg af stærstu liðum Evrópu. Gæti verið fullkomin tímasetning fyrir báða aðila.

Antonio Conte, þjálfari Englandsmeistara Chelsea er næstur á listanum en þjálfaði Ítali áður en hann tók við Chelsea sumarið 2016.

Aðrir sem eru taldir líklegir eru Roberto Mancini, fyrrum stjóri Manchester City og Massimiliano Allegri, stjóri Juventus
Athugasemdir
banner