Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 15. nóvember 2017 12:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd ætlar frekar að leyfa Fellaini að fara frítt
,,Ekki fara
,,Ekki fara
Mynd: Getty Images
Manchester United er tilbúið að leyfa Marouane Fellaini að fara frítt frá félaginu næsta sumar, frekar en að selja hann þegar janúarglugginn opnar. Frá þessu greina BBC og Sky Sports.

Samningur Fellaini við Man Utd klárast í júní á næsta ári, en enn hefur ekki samkomulag milli leikmannsins og félagsins náðst.

Hinn 29 ára gamli Fellaini hafnaði samningstilboði Man Utd í september síðastliðnum.

Fyrir þetta tímabil hafði Fellaini ekki notið mikilla vinsælda hjá stuðninsmönnum Manchester United, en það hefur breyst. Hann hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins á tímabilinu og er nú einn vinsælasti leikmaður liðsins hjá mörgum stuðningsmönnum.

Hann hefur skorað fjögur mörk í níu leikjum á tímabilinu.

Jose Mourinho, stjóri United, vill halda Fellaini hjá félaginu og er vongóður um að það takist.
Athugasemdir
banner
banner
banner