Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 15. nóvember 2017 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skotar biðja um leyfi til að ræða við O'Neill
Michael O'Neill.
Michael O'Neill.
Mynd: Getty Images
Skoska knattspyrnusambandið hefur sóst eftir leyfi hjá knattspyrnusambandi Norður-Íra til að ræða við Michael O'Neill.

Þetta herma heimildir Sky Sports.

O'Neill hefur náð mögnuðum árangri með Norður-Íra og hann er nú eftirstóttur á þjálfaramarkaðnum.

Skotar eru án þjálfara eftir að Gordon Stachan sagði starfi sínu lausu eftir að hafa mistekist að koma liðinu á HM í Rússlandi.

O'Neill er á lista skoska knattspyrnusambandsins og þeir vilja fá að ræða við hann. Hinn 48 ára gamli O'Neill og báðir aðstoðarþjálfarar hans, Jimmy Nicholl and Austin MacPhee, eru búsettir í Skotlandi

Talið er að Sunderland vilji líka ræða við O'Neill.

Sjá einnig:
Daily Express: Skoska sambandið er með númerið hjá Heimi
Athugasemdir
banner
banner
banner